Ferill 143. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 143 . mál.


Sþ.

935. Nefndarálit



um frv. til fjáraukalaga fyrir árin 1981, 1982, 1983, 1984, 1985 og 1986.

Frá fjárveitinganefnd.



    Nefndin hefur rætt frumvarpið og kvaddi til viðræðna við sig fulltrúa fjármálaráðuneytisins.
    Nefndin hefur fjallað sérstaklega um svokallaðar „aukafjárveitingar“, þ.e. um greiðslur úr ríkissjóði umfram greiðsluheimildir í fjárlögum og er greint frá þeirri umfjöllun í nefndaráliti um frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 1987.
    Í athugasemdum við frumvarpið er sagt að alþingiskostnaður sé undanskilinn umframgjöldum æðstu stjórnar ríkisins, en svo er ekki. Umframgjöld æðstu stjórnar ríkisins eru að meðtöldum alþingiskostnaði.
    Það er einróma álit nefndarmanna að sá dráttur, sem orðið hefur á afgreiðslu fjáraukalaga, sé óverjandi. Nauðsynlegt er að þeim vinnubrögðum verði breytt og er það eitt af því sem nefndin hefur rætt sérstaklega í tengslum við afgreiðslu fjáraukalaganna og vísast í því sambandi til nefndarálitsins um frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 1987.
    Nefndin leggur svo til að frumvarpið verði samþykkt.

Alþingi, 25. apríl 1989.



Sighvatur Björgvinsson,

Margrét Frímannsdóttir,

Alexander Stefánsson.


form., frsm.

fundaskr.



Ólafur Þ. Þórðarson.

Jón Sæmundur Sigurjónsson.

Pálmi Jónsson.



Málmfríður Sigurðardóttir.

Óli Þ. Guðbjartsson.

Egill Jónsson.